Connect with us

Ísland

Jónas Ólason áfram með Breiðablik

Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við Jónas Ólason um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks karla.

breidablik-2015Mynd: Breidablik.is

Stjórn körfuknattleiksdeildar Breiðabliks hefur komist að samkomulagi við Jónas Ólason um áframhaldandi þjálfun meistaraflokks karla. Jónas tók við liðinu í desember og fær nú að taka sitt fyrsta heila tímabil með liðið.

Baldur Már Stefánsson mun verða honum til aðstoðar og sjá um þjálfun drengja og unglingaflokks og þá mun Heimir Snær Jónsson einnig vera þeim innan handar.

Gengið hefur verið frá samningum við flesta leikmenn liðsins frá síðasta og er stefnt á að klára það á næstu dögum. Þegar eru hafnar sumaræfingar þar sem strákarnir njóta handleiðslu Sveins Ómars Sveinssonar styrktarþjálfara auk Jónasar og Baldurs en félagið hefur innanborðs mikinn og góðan efnivið ungra leikmanna sem ætla sér stóra hluti á komandi árum.

More in Ísland