Connect with us

Ísland

Sigurkarfa Nebojsa Knezevic á móti ÍA

Nebojsa Knezevic brást ekki á ögurstundu en hann skoraði sigurkörfu KFÍ á móti ÍA þegar innan við ein sekúnda var eftir af leik liðanna.

nebo

Nebojsa Knezevic brást ekki á ögurstundu en hann skoraði sigurkörfu KFÍ á móti ÍA þegar innan við ein sekúnda var eftir af leik liðanna í 1. deild karla 8. mars síðastliðinn.

Akurnesingar fengu innkast á miðju en lokaskot Birkis Guðjónssonar vildi ekki ofan í og Ísfirðingar fóru því heim með 70-71 sigur í farteskinu.

Þetta var þriðji naglbítur liðanna í vetur en ÍA hafði unnið báða fyrri leiki liðanna með einu stigi (70-71 og 79-78) þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunni.

Þess má geta að Fannar Helgason, fyrrum leikmaður Stjörnunar, tók hvorki fleiri né færri en 30 fráköst í leiknum sem líklegast er það mesta sem einn leikmaður hefur tekið í tveimur efstu deildum karla í vetur.

Myndband og mynd: Ingvi Stígsson

More in Ísland