Connect with us

Ísland

Sigurkarfa ÍA á Selfossi

Það var dramatík í leik FSu og ÍA í 1. deild karla í kvöld.

Áskell Jónsson var hetja ÍA í kvöld

Áskell Jónsson var hetja ÍA í kvöld. Mynd: ingvi.stigsson.is

Það var dramatík í leik FSu og ÍA í 1. deild karla í kvöld. FSu hafði unnið upp 14 stiga forustu Akurnesinga í fjórða leikhluta og jafnað leikinn þegar 1,3 sekúndur voru eftir með þriggja stiga skoti Hlyns Hreinssonar.

Líkt í síðasta leik á móti KFÍ fékk ÍA eina lokatilraun til að klára leikinn og það kom í hlut spilandi þjálfara liðsins, Áskels Jónssonar, að taka loka skotið.

Eftir leikinn er ÍA komið í annað sætið í 1. deildinni á meðan FSu féll niður í það fimmta. Þetta var þriðji háspennuleikurinn í röð í 1. deildinni en áður hafði Nathen Garth tryggt Val sigur á Þór með flautukörfu og Nebojsa Knezevic tryggt KFÍ sigur á ÍA með körfu þegar innan við sekúnda var eftir af leik liðanna.

Tölfræði leiksins

Staðan í deildinni

More in Ísland