Magnúsi Gunnarssyni og Degi Kára Jónssyni lenti aðeins saman í leik Skallagríms og Stjörnunar í undanúrslitum Powerade-bikarsins í gær. Eins og sjá má á myndbandinu frá Sport TV hér að neðan blandaði Ágúst Angatýsson sér inn í leikinn líka enda var hann allt annað en sáttur við það sem hann taldi vera flopp hjá Magnúsi.
Lætin enduðu með að dæmd var óíþróttamannsleg villa á Dag og sitthvor tæknivillan á Magnús og Ágúst en þetta var einnig fimmta villan á þann síðastnefnda.
Eins og flestir vita að þá sigraði Stjarnan leikinn 97-102 og er á leiðinni í Höllina í bikarúrslitin.
Mynd: Sport TV