Anthony Mason, sem var hvað þekktastur fyrir ár sín hjá New York Knicks, lést í dag einungis 48 ára að aldri.
Mase lék samtals 13 ár í deildinni og var með 10,9 stig og 8,3 fráköst að meðaltali í leik yfir ferilinn.
Hann komst í Finals árið 1994 með Knicks og var valinn sjötti maður ársins tímabilið 1994-95. 1997 var hann valinn í 3. lið ársing (All-NBA 3rd Team) og 2. varnarlið ársins (All-Defensive 2nd Team). Árið 2001, er hann lék með Miami Heat undir Pat Riley, var hann valinn í fyrsta og eina sinn í stjörnuleikinn.
