Birgir Björn Pétursson var hetja KFÍ á móti Þór Akureyri er hann tryggði liði sínu sigurinn með körfu á lokasekúndunni eftir að Vic Ian Damasin hafði komið Þór yfir nokkrum sekúndum áður.
Leikurinn var að sjálfsögðu í beinni útsendingu á KFÍ TV og sendu þeir þessa klippu af lokasekúndunum frá sér fyrir stuttu.
