Connect with us

NBA

Ísaði Joey Crawford Kevin Durant í nótt?

Dómarinn geðþekki stoppaði Durant í miðju vítaskoti til þess að hrauna yfir ritaraborðið.

Þegar 27,5 sekúndur voru eftir af framlengingunni á leik OKC og Memphis í nótt var Kevin Durant að búa sig undir seinna vítaskotið sitt, sem hefði getað jafnað leikinn 100-100, þegar Joey Crawford stoppaði hann í miðjum klíðum til þess að hrauna yfir ritaraborðið.

Hafði þetta áhrif á KD eða hefði þessi næstum 90% vítaskytta bara átt að setja skotið niður? Þess má geta að KD var 3-6 í vítum í leiknum og er einungis 28-39 í úrslitakeppnini (71,8%).

More in NBA