Það fór ekki framhjá neinum harðkjarna körfuboltaáhugamanni að enn ein beina útsendingin hjá Stöð 2 Sport frá Domino’s deild karla fór í klósettið í kvöld þegar útsendingin frá leik Hauka og Stjörnunar á Ásvöllum féll niður vegna „óviðráðanlegra orsaka“. Þetta er fjórða útsendingin hjá þessari annars ágætu stöð sem fellur niður í vetur en áður höfðu fallið niður útsendingar í Stykkishólmi, Þorlákshöfn og Garðabæ.
Og viðbrögðin létu ekki á sér standa.
https://twitter.com/HeidarAndri/status/432967169517690881
Djöfull er stöð2sport með allt lóðrétt, auglýsir stórleik Hauka-Stjörnunar í viku svo bara sleppa að sýna hann #KJ #bestasætið #not #versta
— Hákon Gunnarsson (@hakongunn) February 10, 2014
Þvílík og önnur eins skita hjá Stod2@St2Sport! #körfubolti #ísland #kki #haukarvsstjarnan #sínumALLAleikinaíenskudeildinni #topnæs
— Uni Jonsson (@unijons) February 10, 2014
@gardarorn23 Magnað samt að ég man ekki eftir einum fótboltaleik sem var ekki sýndur útaf tæknilegum ástæðum en helmingur körfunnar í vetur
— Magnús Bjarni Denni (@Denni240) February 10, 2014
@HaukarTV skellið þessu i gang, algjört klúður
— Davíð Ásgrímsson (@dasgrimsson) February 10, 2014
Allt þetta klúður er sérlega kaldhæðnislegt í ljósi viðbragða starfsmanna stöðvarinnar við gagnrýni Gumma Braga á hana í vor.
