
Carmelo Anthony lenti í þessu fullorðinsskríni hjá Kendrick Perkins í nótt en harkaði það samt af sér og hélt áfram.
Fyrir þá sem eru búnir að gleyma þá lenti í floppkóngurinn sjálfur í svipuðu atviki á móti Tyson Chandler í úrslitakeppninni árið 2012. Viðbrögðin voru aðeins öðruvísi.
http://www.youtube.com/watch?v=vOdfq5oFRlY
Carmelo er þó enginn sakleysingi þegar kemur að floppi en hann átti eitt vandræðalegasta flopp áratugarins þegar hann spilaði með Denver Nuggets.
Eitthvað virðist hann þó hafa lært af því þar sem leit að „carmelo anthony flop“ á Youtube skilaði heilum tveimur niðurstöðum.
