Það var slæmur dagur fyrir nefin á Matt Bonner og Nando de Colo um daginn þegar Spurs og Nets mættust.
Nefið á de Colo brotnaði eftir að hann fékk olnbogann á AK47 í grillið í 2. leikhluta leiksins.
Hann harkaði þetta þó af sér og var mættur aftur til leiks í seinni hálfleik með grímu fyrir andlitinu.
Nefið á Bonner gaf undan þegar hann fékk öxlina á Shaun Livingston í sig og breytti þar engu um að hann var þegar með grímu á andlitinu eftir að hafa nefbrotnað í janúar.
