Connect with us

NBA

Lakers urðu næstum uppiskroppa með leikmenn í nótt

Furðulegt atvik átti sér stað í nótt í leik Lakers og Cavs þegar þeir fyrrnefndu urðu bókstaflega næstum uppiskroppa með leikmenn.

lakers-bench-chris-kaman

Furðulegt atvik átti sér stað í nótt í leik Lakers og Cavs þegar þeir fyrrnefndu urðu bókstaflega næstum uppiskroppa með leikmenn.

Lakers mættu til leiks með einungis 8 leikmenn í búning en Kobe Bryant, Pau Gasol, Xavier Henry, Jodie Meeks og Jordan Hill voru allir meiddir auk þess sem Steve Nash var hvíldur og í jakafötum á bekknum.

Í fyrri hálfleik þurfti Nick Young að yfirgefa leikinn vegna meiðsla en í fjórða leikhluta fóru svo hjólin aldeilis að detta undan Lakers vagninum. Fyrst villar Chris Kaman sig útaf og fljótlega eftir það þarf Jordan Farmar að yfirgefa leikinn vegna meiðsla. Eins og að það væri ekki nóg þá fær Robert Sacre sjöttu villuna sína þegar rúmlega þrjár mínútur eru eftir af leiknum.

https://www.youtube.com/watch?v=qnthxoHKUmQ

Blessunarlega fyrir Lakers þá fékk Sacre, þökk sé lítið þekktrar reglu, að vera áfram inná vellinum á kostnað tæknivillu.

1660287_741205679223301_255302831_n

Þrátt fyrir öll þessi áföll þá tókst Lakers samt hið ótrúlega og lögðu Cavs að velli 119-108.

https://www.youtube.com/watch?v=4Ljif_g3ies

Að því gefnu að Steve Nash verði með næst þá eru jafn margir leikmenn á meiðslalistanum hjá Lakers og eru leikhæfir, eða sjö og sjö. Miðað við öll meiðslin sem gengið hafa á hjá liðinu undanfarin tvö ár þá verða menn að velta upp þeirri spurning hvort læknar, styrktar- og sjúkraþjálfarar félagsins séu algjörlega vanhæfir.

dr-nick

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

More in NBA