Dirk Nowitzki kláraði Knicks í nótt með skoti í grillið á Carmelo Anthony um leið og klukkan gall.
Eftir leikinn var komið súrt hljóð í Carmelo sem er við það kominn að gefast upp.
„You score 40 or 44 points and still lose, and you ask yourself, ‘Is it worth it?'“
Carmelo verður seint sakaður um að hafa ekki lagt sig allan fram í vetur, ólíkt nokkrum samherjum sínum, og forsvarsmenn Knicks ættu að fara að búa sig undir það að hann stingi af í sumar.
