Connect with us

NBA

Tim Hardaway Jr. setur Ray Allen á plakat – J.R. Smith bekkjaður

Knicks komu gríðarlega á óvart í nótt þegar liðið lagði Miami Heat að velli 102-92.

J.R. Smith - Sad Bench

Knicks (13-22) komu gríðarlega á óvart í nótt þegar liðið lagði Miami Heat (27-9) að velli 102-92. Froðuhausinn J.R. Smith var látinn dúsa á bekknum eftir að hafa verið sektaður fyrir stóra skóreimamálið og gat því ekki kastað sigrinum frá sér í þetta skiptið. Fyrirfram hefði verið hægt að búast við að Tim Hardaway Jr. fengi eitthvað af mínútunum hans Smith en svo reyndist ekki vera. Hann spilaði einungis 14 mínútur en fann sér samt tíma til að eiga tilþrif leiksins.

Þetta var þriðji sigur Knicks í röð og eru þeir nú einungis einum sigurleik frá 8. sætinu í austrinu en þar sitja einmitt erkifjendurnir í Brooklyn Nets (14-21). Þess má geta að Nets eru með lengstu núverandi sigurgönguna í deildinni, eða 4 sigrar í röð, og hafa ekki tapað leik á nýja árinu.

tim-hardaway-jr-ray-allen

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

More in NBA