Connect with us

Hi, what are you looking for?

NBA

Swaggy P reyndi að slást við allt Suns liðið í nótt

Nick Young lét hnefana tala í nótt eftir að hafa verið straujaður niður í hraðaupphlaupi.

Alex-Len-Nick-Young-fight

Nick Young var ekki hress í nótt eftir að Alex Len, leikmaður Phoenix Suns, straujaði hann niður í hraðaupphlaupi og lét hann því hnefana tala við alla sem hann fann í hvítri treyju eftir það. Landaði hann meðal annars einu í grillið á Goran Dragic og var í kjölfarið kastað út úr húsi ásamt fyrrnefndum Alex Len.

http://www.youtube.com/watch?v=TnPfzdCSABc

Óhætt er að segja að brottrekstrarnir hafi komið verr niður á Lakers enda Young stigahæsti leikmaður Lakers í vetur (16,4 stig) á meðan Len er að skora heil 1,8 stig per leik og endaði Lakers með að tapa leiknum 114-121 eftir að hafa verið yfir í hálfleik.

Búast má við að Young fá ríflega sekt og langt bann fyrir hnefahöggið sem lenti á Dragic enda hefur deildin tekið hart á öllu slíku eftir Malace at the Palace slagsmálaleikinn fræga á milli Pacers og Pistons hér um árið.

Swaggy var heldur ekkert ánægður með samherja sína í öllum þessum látum.

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Og yfir í allt annað

NBA

Að eigin sögn að minnsta kosti.

NBA

HBO tilkynnti fyrr á árinu um nýja þáttaröð sem á að fjalla um upphaf Showtime tímabils Lakers á níunda áratugnum. Nú er komin út...

NBA

Miami Heat hélt sér inn í úrslitum NBA deildarinnar með 111-108 sigri á Los Angeles Lakers í fimmta leik liðanna í nótt. Menn leiksins...

NBA

Svarið við spurningunni um hvor átti upptökin á fyrstu slagsmálum tímabilsins er komið