Nick Young var ekki hress í nótt eftir að Alex Len, leikmaður Phoenix Suns, straujaði hann niður í hraðaupphlaupi og lét hann því hnefana tala við alla sem hann fann í hvítri treyju eftir það. Landaði hann meðal annars einu í grillið á Goran Dragic og var í kjölfarið kastað út úr húsi ásamt fyrrnefndum Alex Len.
http://www.youtube.com/watch?v=TnPfzdCSABc
Óhætt er að segja að brottrekstrarnir hafi komið verr niður á Lakers enda Young stigahæsti leikmaður Lakers í vetur (16,4 stig) á meðan Len er að skora heil 1,8 stig per leik og endaði Lakers með að tapa leiknum 114-121 eftir að hafa verið yfir í hálfleik.
Búast má við að Young fá ríflega sekt og langt bann fyrir hnefahöggið sem lenti á Dragic enda hefur deildin tekið hart á öllu slíku eftir Malace at the Palace slagsmálaleikinn fræga á milli Pacers og Pistons hér um árið.
Swaggy var heldur ekkert ánægður með samherja sína í öllum þessum látum.
Nick Young says he's disappointed his teammates didn't back him up. Said he was "one on five" out there.
— Mike Bresnahan (@Mike_Bresnahan) January 16, 2014
