Mynd: Snorri Örn Arnaldsson / Stjarnan
Körfuboltagoðsögnin og Stjörnumaðurinn Kjartan Atli Kjartansson, betur þekktur sem KJ, hefur ákveðið að láta gott heita og leggja skóna á hilluna.
Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook síðu Stjörnunar.
Kjartan Atli Kjartansson hefur ákveðið að láta staðar numið sem leikmaður úrvalsdeildarliðs Stjörnunnar og ætlar að leggja körfuboltaskónum sínum. Ástæður þessa eru raktar betur í viðtalinu sem fylgir.
Kjartan Atli var síðasti geirfuglinn í meistaraflokki Stjörnunnar, en hann var eini leikmaðurinn sem spilaði með Stjörnunni áður í 1. deildinni og á upphafsárum liðsins í úrvalsdeild. Hann hefur því lifað tímana tvenna sem leikmaður Stjörnunnar.
Kjartan er þó ekki að yfirgefa Stjörnuna, þar sem hann heldur áfram að þjálfa þá yngri flokka sem hann hefur með höndum, en að sögn þá mun hann einbeita sér enn betur að þeim flokkum.
Takk fyrir Kjartan.
