
Sama hversu mikið ‘Iso-Joe’ Johnson hefur drullað á sig í leiknum þá bara veistu að ef leikurinn er á línunni í blálokin þá fær hann síðasta skotið. Og það hafði hann svo sannarlega gert en fyrir skotið var hann með 7 stig og 3 af 10 í skotum.
Þetta var í fyrsta sinn á þessu tímabili sem Nets vinnur leik eftir að hafa verið undir í byrjun fjórða leikhluta en þeir unnu hann 29-16 og seinni hálfleikinn 52-34.
