
Það er aðeins að lifna yfir J.R. Smith þessa dagana eftir hörmulega byrjun á tímabilinu. Hann var með 19 stig í nótt í 117-86 bursti Knicks á Cavs og átti slatta af tilþrifum.
Fyrst krossaði hann Anthony Bennett áður en hann tróð.
http://www.youtube.com/watch?v=lkmtQIa5pfo
Hann var þó ekki hættur og næst braut hann öklana á Tristan Thompson.
Punktinn yfir i-ið setti hann svo í fjórða leikhluta með þessari hraðaupphlaupstroðslu.
