Dallas Mavericks komust upp með rán í lok síðasta árs á móti Minnesota Timberwolves þegar dómararnir gleyptu flautuna og leyfðu Shawn Marion að brjóta á Kevin Love í skoti hans á lokasekúndum leiksins. Síðustu nótt komust þeir upp með annað rán þegar Monta Ellis braut á Austin Rivers í lokaskoti hans í leik Dallas og New Orleans Pelicans.
http://www.youtube.com/watch?v=4kmjepbHNQw
Brotin gerast ekki mikið augljósari en þetta. Kannski eru þeir enn að bæta upp fyrir dómaraskandalinn í úrslitaseríunni 2006.
— Uppfært 13. jan —
NBA deildin hefur nú gefið út tilkynningu þar sem þeir viðurkenna að dómararnir hafi skitið upp á bak á lokasekúndunum.
The NBA announces that the Mavs got away with another last-second foul last night. Video: http://t.co/PdtP67uKEa
— John Schuhmann (@johnschuhmann) January 12, 2014
