KFÍ og Snæfell mætast í Domino’s deild karla í kvöld. Þegar liðin mættust á Ísafirði í síðasta tímabili þá var dramatíkin í fyrirrúmi eins og sjá má á þessum myndum.
Sigurður Þorvaldsson varð svo fyrir því óláni að nefbrotna í leiknum.
Heppnin var með Snæfellingum í lok venjulegs leiktíma því klukkan fór ekki af stað á réttum tíma sem gaf þeim dýrmæt sekúndubrot til að setja niður jöfnunarkörfuna. Snæfell slapp svo með skrekkinn í framlengingu en lokastaðan var106-110.
Nú er bara spurning hvað gerist í kvöld. Fyrir þá sem eiga ekki heimgengt á leikinn þá er hann í beinni útsendingu á KFÍ TV.
