Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavíkur, fékk tæknivillu í gær í bikarleiknum við Keflavík fyrir að því er virðist að hafa gefið dómaranum illt augnaráð. Þetta var jafnframt fimmta villan hans í leiknum.
Í samtali við karfan.is eftir leikinn hafði hann þetta að segja um atvikið.
Mér fannst tæknivillan vera svolítið gróf hérna í endann. Ég var nú búinn að haga mér mjög vel og ég er yfirleitt mjög æstur. Ég hef örugglega litið of harkalega á hann, ég veit það ekki, en hann gaf mér tæknivillu. En ég meina við unnum, mér er alveg sama þótt ég hafi fengið tæknivillu.
Ef rétt reynist þá er Ólafur kominn í hóp með ekki verri manni en öðlingnum Rasheed Wallace sem einnig fékk einu sinni tæknivillu fyrir að horfa á dómarann.
