Connect with us

Ísland

Snæfellingar ósáttir við ósamræmi í dómgæslu

Á Youtube síðunni Snæfell Karfa má finna þetta myndband þar sem gagnrýnt er meint ósamræmi í dómgæslu þegar kemur að óíþróttamannslegum villum.

Á Youtube síðunni Snæfell Karfa má finna þetta myndband þar sem gagnrýnt er meint ósamræmi í dómgæslu þegar kemur að óíþróttamannslegum villum.

http://www.youtube.com/watch?v=Rdq-YaeVjYU

Á vef KKÍ má finna skilgreininguna á óíþróttamannslegri villu.

36.1.1 Óíþróttamannsleg villa er persónuvilla, snerting, framin af leikmanni sem, að mati dómara er ekki
lögleg tilraun til að leika knettinum innan anda og ætlunar reglnanna.

36.1.2 Dómarar verða að túlka óíþróttamannslega villu á sama hátt allan leikinn.

36.1.3 Til að meta hvort villa er óíþróttamannsleg eiga dómarar að nota eftirfarandi atriði:

• Ef leikmaður er ekki að reyna að leika knettinum (ná til knattarins) og snerting á sér stað, er það óíþróttamannsleg villa.
• Ef leikmaður veldur harkalegri snertingu (gróf villa) þegar hann reynir að leika knettinum, skal sú snerting metin óíþróttamannsleg.
• Ef leikmaður veldur snertingu við mótherja aftanfrá eða til hliðar í tillraun til að stöðvar
hraðaupphlaup og það er enginn mótherji milli sóknarleikmanns og körfu mótherja er það óíþróttamannsleg villa.
• Ef leikmaður fremur villu þegar hann reynir að leika knettinum á löglegan hátt, (normal play) þá er það ekki óíþróttamannsleg villa.

En hvað finnst lesendum, á þessi gagnrýni rétt á sér eða ekki?

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

More in Ísland