Kobe Bryant mætti aftur á völlinn í nótt er Lakers tapaði fyrir Raptors, 94-106, í Los Angeles. Kobe, sem er greinilega ryðgaður, hitti einungis úr 2 af 9 skotum sínum, skoraði 9 stig, tók 8 fráköst og tapaði heilum 8 boltum á 29 mínútum.
http://www.youtube.com/watch?v=sOiw1SZGxbc
Amir Johnson var með 32 stig fyrir Raptors sem spiluðu án Rudy Gay en hann var sendur til Sacramento Kings fyrir leikinn. Nick Young, a.k.a. Swaggy P, var stigahæstur hjá Lakers með 17 stig en Xavier Henry setti 17 stig á 14 mínútum áður en honum var skipt útaf fyrir Kobe á lokamínútunum.
Eftir leikinn sagði Kobe að þetta væri að minnsta kosti byrjun.
