
Það er sagt að alvöru miðherjar séu útdauðir og þetta sé týnd list. Við erum ekki sammála því og tókum því saman lista yfir 5 bestu íslensku stóru mennina í Domino’s deild karla. Einungis er horft til íslenskra leikmanna á þessum lista og því eru hvorki Michael Craion né Terrence Watson á honum. Einnig horfum við fyrst og fremst á leikmenn sem eru að taka að minnsta kosti helming skota sinna í teignum þannig að Nonni Mæju, Nemanja Sovic og aðrir stökkskots-elskandi stórir menn eru í kuldanum.
