Fylgstu með

NBA

Andrea Bargnani með heimskulegasta skot ársins

New York Knicks halda áfram að leita að frumlegum leiðum til að reyna að tapa leikjum.

New York Knicks halda áfram að leita að frumlegum leiðum til að reyna að tapa leikjum. Í nótt voru þeir tveimur stigum yfir á móti Bucks þegar 14 sekúndur voru eftir af framlenginu. Þeir voru nýbúnir að ná sóknarfrákasti þannig að það eina sem þeir þurftu að gera var að halda boltanum og bíða eftir villu frá leikmönnum Bucks.

Og hvað gera þeir? Andrea Bargnani múrar þrist með 11 sekúndur eftir af klukkunni. Bucks ná frákastinu, taka leikhlé, jafna svo leikinn í næstu sókn og senda í aðra framlengingu.

Viðbrögðin á bekknum voru kostuleg.

Blessunarlega fyrir Bargnani þá tókst honum ekki að klúðra neinu að ráði í seinni framlengingunni og Knicks sluppu með 107-101 sigur.

Smelltu til að tjá þig

Skilja eftir Skilaboð

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Facebook

Meira undir NBA