Þór Þorlákshöfn var tekið fyrir í nýjasta þættinum af Liðið Mitt sem er í gangi á Stöð 2 Sport og í tilefni þess skoraði þáttastjórnandinn Sverrir Bergmann á Ragnar Nathanaelsson, landsliðsmiðherja og leikmann Þórs, í 1-á-1. Fyrir þá sem ekki vita þá er Raggi Nat 218 cm á hæð á meðan Sverrir Bergmann er einhver staðar sunnan megin við 190 sentimetrana.
Við mælum endilega með Facebooksíða þáttarins fyrir þá sem vilja sjá klippur úr þáttunum.
