Connect with us

jason-kidd-drink-spill

Undir lok leiks Nets og Lakers í nótt þá rakst Tyshawn Taylor utan í Jason Kidd með þeim afleiðingum að Kidd sullaði niður drykknum sínum. Stöðva þurfti leikinn í kjölfarið á meðan bleytan var þurrkuð upp. Þetta var heppilegt fyrir hann því á þessum tímapunkti var þetta tveggja stiga leikur, Lakers á leiðinni á línuna til að skjóta tveimur vítum og Nets búið með öll leikhléin sín.

jason-kidd-spill

En var þetta slys eða var Kidd að reyna að „fiska“ auka leikhlé? Á myndbandinu af atvikinu má sjá Kidd segja einhvað á borð við „Hit me“ rétt áður en Taylor lendir á honum.

http://www.youtube.com/watch?v=IbKbnngVYqw

Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem Kidd hugsaði út fyrir kassann eins og sjá má á þessu myndbandi þegar hann fiskaði tæknivillu á Mike Woodson, þáverandi þjálfara Atlanta Hawks

More in NBA