Undir lok leiks Nets og Lakers í nótt þá rakst Tyshawn Taylor utan í Jason Kidd með þeim afleiðingum að Kidd sullaði niður drykknum sínum. Stöðva þurfti leikinn í kjölfarið á meðan bleytan var þurrkuð upp. Þetta var heppilegt fyrir hann því á þessum tímapunkti var þetta tveggja stiga leikur, Lakers á leiðinni á línuna til að skjóta tveimur vítum og Nets búið með öll leikhléin sín.
Kidd said he dropped his cup in the "heat of battle" late in the fourth quarter, leading to late delay before Meeks FT
— Tim Bontemps (@TimBontemps) November 28, 2013
En var þetta slys eða var Kidd að reyna að „fiska“ auka leikhlé? Á myndbandinu af atvikinu má sjá Kidd segja einhvað á borð við „Hit me“ rétt áður en Taylor lendir á honum.
http://www.youtube.com/watch?v=IbKbnngVYqw
Þetta yrði ekki í fyrsta skiptið sem Kidd hugsaði út fyrir kassann eins og sjá má á þessu myndbandi þegar hann fiskaði tæknivillu á Mike Woodson, þáverandi þjálfara Atlanta Hawks
