NBA
Russell Westbrook og Nene kastað út úr húsi
Russell Westbrook og Nene lentu í smá ryskingum eftir að sá fyrrnefndi hljóp Al Harrington niður í leik Wizards og Thunder í nótt.

Russell Westbrook og Nene lentu í smá ryskingum eftir að sá fyrrnefndi hljóp Al Harrington niður í leik Wizards og Thunder í nótt.
Nene’s reaction to Westbrook shoving him was excellent. He looked at him like he was crazy.
— Mike Prada (@MikePradaSBN) November 11, 2013
Báðir snillingarnir fengu tæknivillu fyrir framkomu sína og þar sem báðir höfðu fengið tæknivillu fyrr í leiknum þá var þeim kastað út úr húsi.
Leikmenn OKC Thunder brugðust svo betur við látunum, unnu upp 10 stiga muninn sem Wizards hafði og enduðu með að sigra 105-106 eftir framlengingu.
Eftir leikinn þá var Westbrook spurður út í atvikið. Hann tók ekki beint vel í það.
