Kobe Bryant hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers um tvö ár og hann var ekkert að grínast þegar hann sagðist ekki ætla að gefa Lakers neinn afslátt. Árin tvö eru upp á 48,5 milljónir dollara og verður Kobe því launahæsti leikmaður deildarinnar þangað til samningurinn rennur út.
Þetta setur Lakers nokkrar skorður varðandi launaþakið og möguleika þeirra á að semja við aðrar stórstjörnur í vor. Kobe sjálfur er orðinn 35 ára gamall og verður því 37 ára þegar samningurinn rennur út.
BREAKING: The #Lakers and @kobebryant agree to terms on a contract extension. #GoLakers pic.twitter.com/1JiXnrTJ3h
— Los Angeles Lakers (@Lakers) November 25, 2013
Ein áhugaverð staðreynd við þessa framlengingu.
* @kobebryant can become the longest tenured player with one team in @NBA history (20 years with @lakers). John Stockton had 19 in Utah.
— Mike Trudell (@LakersReporter) November 25, 2013
En stóra spurningin er hvort Lakers séu að fara að vinna titil á næstu tveimur árum með nærri fertugan Kobe sem sinn launahæsta mann?
