Fylgstu með

NBA

Kobe Bryant framlengir um 2 ár

Kobe Bryant hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers um tvö ár.

Kobe Bryant shrug

Kobe Bryant hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers um tvö ár og hann var ekkert að grínast þegar hann sagðist ekki ætla að gefa Lakers neinn afslátt. Árin tvö eru upp á 48,5 milljónir dollara og verður Kobe því launahæsti leikmaður deildarinnar þangað til samningurinn rennur út.

Þetta setur Lakers nokkrar skorður varðandi launaþakið og möguleika þeirra á að semja við aðrar stórstjörnur í vor. Kobe sjálfur er orðinn 35 ára gamall og verður því 37 ára þegar samningurinn rennur út.

Ein áhugaverð staðreynd við þessa framlengingu.

En stóra spurningin er hvort Lakers séu að fara að vinna titil á næstu tveimur árum með nærri fertugan Kobe sem sinn launahæsta mann?

Smelltu til að tjá þig

Skilja eftir Skilaboð

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Meira undir NBA