
James Harden er frábær sóknarmaður, hefur verið valinn í stjörnuliðið og var sjötti maður ársins 2012. Kevin Durant gekk einnig svo langt að segja að hann væri betri leikmaður en Dwyane Wade. Hann verður hins vegar seint kosinn varnarmaður ársins.
Kannski er þetta bara á móti liðunum frá Los Angeles. Hér er hann að reyna að spila vörn á móti Lakers.
