Connect with us

nerlens-noel-evan-turner-and-michael-carter-williams

Eftir að Sixers sendu Jrue Holiday til Pelicans í skiptum fyrir Nerlens Noel, sem mun líklegast ekkert spila í vetur vegna meiðsla, þá spáðu flestir því að þetta myndi verða lélegasta liðið í deildinni í vetur. Auk Holiday var Nick Young (10,6 stig) orðinn hausverkur Lakers og Jason Richardson (10,4 stig) verður líklegast ekkert með vegna meiðsla (auk þess sem hann lítur út fyrir að hafa læst sig inni í bakarí yfir helgi og þurft að éta sig út).

En þeir hafa komið á óvart frá fyrsta leik þegar þeir unnu ríkjandi meistara Miami Heat vægast sagt óvænt 110-114. Nýliðinn Michael Carter-Williams fór þar á kostum en hann skoraði 22 stig, gaf 12 stoðsendingar, stal 9 boltum og tók 7 fráköst. Þeir bættu svo um betur og tóku næstu tvo leiki sína á móti Wizards og Bulls áður en þeir komu niður á jörðina í 20 stiga tapi á móti Warriors.

Þeir töpuðu svo þremur af næstum fjórum leikjum sínum áður en þeir mættu Houston í nótt. Menn voru ekki bjartsýnir fyrir leikinn enda Michael Carter-Williams ekki með vegna meiðsla.

Það kom þó ekki að sök.

James Anderson bókstaflega kveikti í netinu á móti sínu gamla liði en hann setti niður 36 stig (12/16 í skotum) og Tony Wroten varð fyrst NBA leikmaðurinn til þess að vera með þrennu í sínu fyrsta starti.

Sixers enduðu með að vinna 117-123 eftir framlengingu og sex leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira.

„We aren’t looking down the line, we’re looking one game at a time. But we feel like as a team, if we keep playing together, we can make the playoffs.“ […]
„We have no give-up in us,“ Wroten said. „We have a great bond off the court, so coming into the game, no matter what — if we’re down 20, down 1, down 30 — we’re going to play like it’s the Finals.“

Í dag hefur liðið unnið 5 af 9 fyrstu leikjunum sínum og það verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu og sjá hvort liðið sé fyrir alvöru eða hvort þetta sé bara hilling.

More in NBA