Connect with us

Hi, what are you looking for?

NBA

Er Jason Kidd versti þjálfarinn í NBA?

Jason Kidd

New Jersey Nets voru lengi vel aðhlátursefni NBA deildarinnar fyrir utan nokkur ár þar sem Jason Kidd var aðalstjarnan. Í dag átti þetta allt að vera orðið breytt.

Flutningur þeirra til Brooklyn átti að gefa þeim nýtt líf auk þess sem hinn moldríki eigandi þeirra, Mikhail Prokhorov, lofaði titli á innan við fimm árum. Hann var tilbúinn að leggja allt í sölurnar, opnaði veskið upp á gátt, keypti leikmenn hægri vinstri og réð einnig hinn ástsæla Jason Kidd sem þjálfara liðsins þrátt fyrir að hann hefði enga reynslu sem þjálfari. Og hver er árangur dýrasta liðsins í sögu NBA deildarinnar í byrjun vetrarins?

3 sigrar í 10 leikjum.

En hverjum er það að kenna? Leikmönnunum sem hafa drullað upp á bak eða nýja þjálfaranum?

Kidd var snöggur til eftir tapið fyrir Trail Blazers í nótt og tók á sig sökina.

“Just bad coaching, I take the blame for this.”

En sumir vilja meina að slæm þjálfun sé ekkert einsdæmi hjá honum líkt og David Thorpe hjá ESPN.

He gets an F. He gets a 0. My wife could coach a team to a 29th ranking for that team. She doesn’t know much about basketball. He just… his guys, I don’t think they have any purpose and passion to what they’re doing. I think they’re discombobulated. Listen, Henry, he was an amazing player, one of my favorite of all time for a lot of different reasons, but our profession is different from his profession, and to assume that that transition is easy, it’s a short bridge, is crazy. He has a long way to go to figure this out. Do I think he’ll be better? Will they be better? It seems very likely. But as he’s currently doing, he’s the worst coach in the NBA.

Þótt Prokhorov sé þolinmóður maður þá eru litlar líkur á því að hann taki því þegjandi og hljóðalaust ef árangurinn verður ekki búinn að batna í desember. Og þá er bara tvennt til ráða: Reka liðið eða reka þjálfarann.

Og yfir í allt annað

NBA

Vísbending: Það snérist ekki um Toni Braxton.

NBA

Hvað er það í Dwight Howard sem kallar það versta fram í mönnum?

NBA

Eru Milwaukee Bucks loksins að brjótast upp úr kjallara meðalmennskunar?

NBA

Er nokkur búinn að gleyma því þegar Nate 'The Great' Robinson grillaði Nets í fyrra með 23 stigum í fjórða leikhluta.