
Dwight Howard verður seint þekktur sem góð vítaskytta enda með um 58% nýtingu á ferlinum auk þess sem hann skaut undir 50% síðustu tvö tímabil með Magic og Lakers. Hins vegar hefur ítrekað verið haldið fram að hann sé um 90% vítaskytta á æfingum. Getur það verið?
Fyrir þá sem nenntu ekki að telja þá setti hann niður 18 af 20 skotum, þar af eitt vinstri handar í lokin.
