Connect with us

Ísland

Domino’s deild karla: KFÍ – Grindavík

Myndbrot úr leik KFÍ og Grindavíkur sem fram fór á laugardaginn.

KFÍ Grindavík


KFÍ
96
TM höllin
Umsögn | Tölfræði
122
Grindavík

MVP: Earnest Lewis Clinch Jr. Tók yfir leikinn í seinni hálfleik eftir rólegan fyrri hálfleik. 25 af 38 stigum hans komu á síðustu 20 mínútunum en hann var einnig með 8 stoðsendingar

Fyrri hálfleikur var…svakalegur: Það var mikil sýning fyrir áhorfendur í fyrri hálfleik. Leikurinn var hraður og jafn og í öðrum leikhluta buðu Ísfirðingar meðal annars upp á 6 þriggja stiga körfur í röð. Jason Smith var kominn með 21 stig í hálfleik en í seinni hálfleik komst hann fljótt í villuvandræði og Grindavík stakk af með hann á bekknum.

X-faktorinn. Jóhann Árni Ólafsson hjá Grindavík er líklegast að eiga sitt besta tímabil á ferlinum. Hann setti 30 stig í leiknum og er með 19,1 stig í leik á tímabilinu.

Baráttan undir körfunni: Mirko Stefán Virijevic heldur áfram að setja stórar tölur fyrir KFÍ en hann var með 34 stig og 11 fráköst en hann er annar stigahæsti og þriðji frákastahæsti Íslendingurinn í deildinni. Miðherjinn stæðilegi hjá Grindavík, Ísafjarðartröllið Sigurður Gunnar Þorsteinsson, byrjaði feikilega vel í leiknum en lenti snemma í villuvandræðum og endaði með 12 stig á rúmlega 18 mínútum.

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

More in Ísland