Fylgstu með

Ísland

Domino’s deild karla – 18. nóvember 2013

Keflavík og KR áttust við í stórleik gærdagsins.


Keflavík
70
TM höllin
Umsögn | Tölfræði
81
KR

MVP: Martin Hermannson. Setti 11 stig í þriðja leikhluta þegar taflið snérist KR-ingum í vil og 16 stig alls.

Vörnin hjá KR var…svakaleg: Keflvíkingar áttu ekkert svar við varnarleik KR í seinni hálfleik. Að sjá heimamenn setja einungis 31 í seinni hálfleik á eigin heimavelli er eitthvað sem maður á ekki að venjast. Að sama skapi var svæðisvörn heimamanna, sem hefur skilað þeim svo miklu í vetur, ekki svipur á sjón en KR-ingar sundurspiluðu hann í seinni hálfleik.

X-faktorinn. Darri Hilmarsson er ekki stærsta nafnið í leikmannahóp KR en hann er engu síður einn mikilvægasti hlekkurinn í þessu liði. Hann var stigahæstur KR-inga með 19 stiga en spilaði einnig frábæra vörn líkt og samherjar sínir.

Smelltu til að tjá þig

Skilja eftir Skilaboð

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Facebook

Meira undir Ísland