Fylgstu með

Ísland

Domino’s deild karla – 17. nóvember 2013

Einn leikur var í kvöld þegar KFÍ bar sigurorð af ÍR.


ÍR
76
Hertz Hellirinn
Umsögn | Tölfræði
86
KFÍ

MVP: Hinn 32 ára miðherji Ísfirðinga, Mirko Stefán Virijevic, heldur áfram að setja stórar tölur en hann endaði með 28 stig, 18 fráköst og 35 í framlag. Hann setti 10 stig í fyrsta leikhluta, 14 í þriðja og restina á lykilkafla leiksins í lok fjórða þegar KFÍ kláraði leikinn.

X faktor: Jason Smith. Virðist vera að koma til eftir meiðsli en hann setti 4 þrista í fjórða leikhluta og skoraði 32 stig alls í leiknum. ÍR-ingar áttu ekkert svar við honum á lokasprettinum.

Næstum því. Matthías Orri Sigurðarson gerði allt sem hann gat en 17 stig, 10 stoðsendingar og 10 fráköst dugði bara ekki til að vega upp á móti lélegri vörn ÍR-inga sem gerði ekki mikið til að stoppa Jason og Mirko Stefán.

Smelltu til að tjá þig

Skilja eftir Skilaboð

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Facebook

Meira undir Ísland