Það hefur ekki farið framhjá neinum að Steve Nash er bara skugginn af sjálfum sér þessa daganna. Í 6 leikjum í vetur er hann með 6,7 stig og 4,8 stoðsendingar á 22,5 mínútum per leik. Hann er einnig einungis búinn að hitta úr 7 af 36 tveggja stiga skotum sínum sem gerir 21% nýtingu en það er eitthvað sem við eigum ekki að venjast frá þessum fastagesti úr 50/40/90 klúbbnum.
Vandamál Nash eiga flest sína uppsprettu í bakinu á honum.
Steve Nash has back issues and won't return tonight. Nash will see a back specialist tomorrow
— Mark Medina (@MarkG_Medina) November 11, 2013
Steve Nash is tomorrow seeing Robert Watkins, the back specialist who did Dwight Howard's herniated disk repair. Update in late afternoon.
— KEVIN DING (@KevinDing) November 11, 2013
Nash hafði sjálfur þetta að segja um málið.
“It’s hard. I really want to play, and I really want to play the way I’m accustomed to playing, and to be so limited is frustrating.” Nash was reluctant to say publicly, but he suspects he has nerve damage running from his troublesome back to his left hamstring. He felt it coming on about a week ago but tried to persevere, contributing significantly to the Lakers’ deeply satisfying victory over Dwight Howard and the Rockets on Thursday night.
“It wasn’t bad enough against Houston not to play,” Nash said. The same sort of nerve problem from his back to his right hamstring and hip derailed the latter half of last season and left him pretty much stuck in neutral during the offseason.
Vera Nash hjá Lakers hefur verið ein meiðslum hrjáð sorgarsaga. Hann braut fótinn á sér í byrjun síðasta tímabils og náði aldrei almennilega heilsu eftir það. Hann reyndi að spila í úrslitakeppninni síðastliðið vor og tók sprautur við sársaukanum en varð að gefast upp eftir fyrstu tvo leikina. Nash hefur þegar gefið það út að hann ætli að klára samninginn sinn hjá Lakers sem rennur út eftir 2014-2015 tímabilið en að öllum líkindum munum við þó aldrei sjá hann spila aftur í líkindum við það sem hann sýndi á gullaldarárum sínum hjá Suns.
