Fylgstu með

Ísland

Pólfarinn sleit hásin – frá út tímabilið

Haraldur Jón Jóhannesson, spilandi þjálfari ÍBV, varð fyrir því óláni á helginni að slíta hásin í leik liðsins við Fram og verður því að láta sér lynda að sitja á tréverkinu í jakkafötunum það sem eftir lifir tímabilsins.

Haraldur Jón Jóhannesson - Pólfarinn

Haraldur Jón Jóhannesson, spilandi þjálfari ÍBV, varð fyrir því óláni á helginni að slíta hásin í leik liðsins við Ármann og verður því að láta sér lynda að sitja á tréverkinu í jakkafötunum það sem eftir lifir tímabilsins.

Í opinni færslu á Facebook síðu sinni hafði kappinn þetta að segja:

“Tap í dag og slitin hásin, það eru ekki alltaf jólin í þessu!”

Haraldur, sem hefur löngum verið þekktur sem Pólfarinn, tók við liði ÍBV í haust og hafði fyrir leikinn leitt þá til sigurs í fyrstu tveimur leikjunum þeirra í A-riðli 2. deildarinnar.

Haraldur byrjaði ferilinn hjá Grindavík en þaðan hélt hann til Ísafjarðar þar sem hann vann 1. deildina árið 2003. Tveimur árum seinna komst hann í 50 stiga klúbbinn eftirsótta þegar hann skoraði 50 stig í 2. deildinni með Fúsíjama BCI en síðustu ár hefur hann verið spilandi þjálfari, fyrirliði og eigandi ÍG. Hann sigraði 2. deildina með ÍG árið 2011 og skoraði 16,8 stig í 1. deildinni árið eftir.

Mynd: ibvkarfa.net

Smelltu til að tjá þig

Skilja eftir Skilaboð

Your email address will not be published. Required fields are marked *

Facebook

Meira undir Ísland