Connect with us

Ísland

Lengjubikarinn 2013: The final four

Keflavík 96 – Snæfell 70

Það er varla hægt að kalla þetta spennandi leik því Snæfellingar rúlluðu yfir og drápust strax á fyrstu mínútunum. Þeir voru 18 stigum undir eftir fyrsta leikhluta og 28 stigum undir í hálfleik. Hvað varð um það að þegar maður er kominn ofan í holu að hætta þá að moka?

Heitur: Vörnin hjá Snæfell var ekki mikið að angra Michael Craion sem setti 8 af 10 skotum sínum ofan í, skoraði 18 stig, tók 12 fráköst og skilaði framlagi upp á 31.

Fail leiksins: Hvar á maður að byrja? Var það atvinnumaðurinn Zachary Warren sem skilaði bara 11 stigum á rúmlega 30 mínútum? Var það Siggi Þorvalds sem múraði 6 af 7 skotum sínum og gerði mest lítið af öðru á 22 mínútum? Eða var það bara hinn hárprúði Sveinn Arnar Davíðsson sem gerði lítið annað en að tapa 5 boltum á 18 mínútum auk þess sem Snæfell var -32 stig með hann inn á. Þið megið velja.

Grindavík 70 – KR 76

Þrátt fyrir lágt stigaskor var hér á ferðinni stórskemmtilegur leikur sem bauð uppá tæknivillur, hasar og harðar villur. Þessi lið eru tvímælalaust sigurstranglegust á Íslandsmótinu í vetur (sorry Keflavík). Getum ekki beðið eftir að þessi lið mætast aftur.

Heitur: Það er erfitt að kalla einhvern heitan þegar hann hittir úr 4 af 15 skotum sínum og tapar 5 boltum. En Ingvaldur Magni Hafsteinsson bætti það upp með því að setja niður öll 10 vítin sín, stela 6 boltum og rífa niður 15 fráköst, þar af 6 sóknarfráköst.

Fail leiksins: Það væri auðvelt að velja Jóhann Árni Ólafsson sem leit út fyrir að hafa baðað hendurnar í smjöri fyrir leikinn miðað við 10 töpuðu boltana hans en heiðurinn fær samt Daníel Guðni Guðmundsson sem skilaði nákvæmlega engu í hlutverki leikstjórnanda Grindvíkinga.

Mynd: Skúli/Karfan.is

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

More in Ísland