Connect with us

Ísland

Lengjubikarinn 2013: Kef City meistarar

Voru KR-ingar að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fótbolta langt fram á nótt? Þeir litu allaveganna út fyrir að vera með flensueinkenni.

kr

Einhvern veginn svona var ekki umlits hjá KR-ingum í dag.

Keflavík 89 – KR 58

Voru KR-ingar að fagna Íslandsmeistaratitlinum í fótbolta langt fram á nótt? Þeir litu allaveganna út fyrir að vera með flensueinkenni.

Eina lýsingarorðið sem manni dettur í hug yfir framistöðu KR í þessum leik er „horbjóður“. Þessu stjörnuprídda liði tókst einungis að skora 58 stig í leiknum, þar af heil 5 stig í fjórða leikhluta. 5 stig! Til að toppa það þá köstuðu þeir frá sér 26 boltum og múruðu svo mörgum þriggja stiga skotum að Njarðvíkingar gátu notað afraksturinn til að byggja sér nýtt íþróttahús. Vissulega vantar Martin Hermannson í liðið og hugsanlega bandaríkjamann sem gæti afsakað tapið en það afsakar þó aldrei framistöðuna.

Keflvíkingar eru vel að þessum titli komnir. Þeir rassskeldu Snæfell í undanúrslitunum og rassskella KR í þessum, og það þrátt fyrir að MG10 sé með tvisvar sinnum fleiri tapaða bolta en stig skoruð. Ekki skemmdi fyrir tilþrifin sem Kef City bauð upp á, hvort sem það voru troðslur, flottar stoðsendingar eða egó-fjarlægjandi varin skot.

Heitur: Keflvíkingurinn Michael Craion heldur áfram að brillera en hann setti 21 stig (50% nýting), tók 13 fráköst, gaf 6 stoðsendingar og stal 4 boltum. Það kallar maður ágætis dagsverk.

Kaldur: Aðalstjarna KR, Pavel Ermolinskij, vill líklegast gleyma þessum leik sem fyrst. 11 fráköst og 7 stoðsendingar hljóma ágætlega en 2 af 7 í skotum, 6 stig og 7 tapaðir gera það ekki. Rúsínan í pulsuendanum var svo klárlega þegar hann villaði sig útaf þegar þrjár mínútur voru eftir með tilgangslausri villu.

Fail leiksins: KRingar fá 4 víti í kjölfar villu og tæknivillu og Keflavík. Ólafur Már Ægisson múrar öllum fjórum vítunum og airballar svo skoti sínu þegar KR fékk boltann aftur. Klassi.

Tvít kvöldsins: Keflvíkingar voru svo ekki lengi að skella sér á Twitter eftir leik og láta KR-elskandi fjölmiðlana heyra það.

More in Ísland