
Það hefur mikið vatn runnið til sjávar frá því að Derrick Rose lék síðast alvöru körfuboltaleik.
- Þá átti LeBron James engan hring
- Paul Pierce, Kevin Garnett, og Ray Allen spiluðu allir með Celtics
- Andre Igudola spilaði með 76ers
- Dwight Howard átti enn heima í Orlando
- New Orleans Pelicans hétu New Orleans Hornets
- Steve Nash spilaði enn með Suns
- Jason Kidd hafði aldrei keyrt fullur á tré
- Nets voru ennþá í New Jersey
- Dallas Mavericks voru ríkjandi meistarar
- Andrew Bynum hafði ennþá lappir
- Joe Johnson og Josh Smith voru báðir hjá Hawks
- Jason Terry var ekki með Boston Celtics tattú
- James Harden var enn samherji Kevin Durant
- Hvíta Mamban var enn í deildinni
