Connect with us

NBA

NBA Playoffs: Miami Cavaliers útgáfan

Alonzo Mourning

Þetta var svona kvöld fyrir Alonzo Mourning

Miami Cavaliers: Miðað við hvernig Chris Bosh og Dwyane Wade hafa verið að spila þá eru hinir þrír stóru orðnir af King James og Miami Cavaliers.

http://www.youtube.com/watch?v=qgQW8p7LduI

Hetja leiksins: David West lét það ekki stoppa sig í að spila þótt hann væri að berjast við öndunarfæra sýkingu. Og þótt hann hafi ekki verið alveg upp á sitt besta (5/14 í skotum) þá skilaði hann samt 11 stigum, 14 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 vörðum skotum.

Skúrkar leiksins: 2/3 af hinum stóru þremur voru andlega fjarverandi í leiknum. Chris Bosh hitti úr 1 af 8 skotum sínum og endaði með 5 stig og 4 fráköst. Dwyane Wade var litlu skárri en hann hitti úr 3 af 11 skotum sínum og setti samtals 10 stig.

Hvers vegna spilar hann ekki meira: Í ljósi þess að Ray Allen (6,7 stig, 28% skotnýting) og Shane Battier (2,3 stig, 13% skotnýting) eru algjörlega að gera í buxurnar í þessari seríu þá getur maður ekki annað en spurt sig af hverju Mike Miller færi ekki aukin tækifæri. Hann spilaði allar 12 mínúturnar sínar í leiknum í fjórða leikhluta, setti niður 2 þrista, tók 3 fráköst og sýndi góða baráttu. Hann er kannski ekki besti leikmaðurinn í deildinni en miðað við horbjóðinn sem Bosh, Wade, Allen og Battier eru að bjóða uppá þá er kannski spurning að spila honum meira.

Síðasti miðherjinn í dalnum: Það er óhætt að segja að miðað við spilamennskuna hjá Roy Hibbert í þessari seríu að hann sé síðasti alvöru old-school miðherjinn í deildinni (sorry Dwight, samt ekki). Hann skilaði góðum tölum með 24 stigum og 11 fráköstum ásamt því að halda áfram að pakka Chris Bosh saman.

Hibbert kom sér þó líklegast í smá vandræði eftir leikinn með þessum ummælum.

“The momentum could have shifted right there if [James] got an easy dunk,” Hibbert said. “There was what — was it Game 3 here? I really felt that I let Paul down in terms of having his back when LeBron was scoring in the post or getting to the paint, because they stretched me out so much. No homo.”

Vendipunktur leiksins: Þegar rúmlega 4 mínútur voru eftir og Miami 9 stigum undir (68-77) þá keyrir LeBron að körfunni en fær dæmda á sig sóknarvillu í skotinu þegar hann lendir á Hibbert. LeBron tekur í kjölfarið einn Rasheed Wallace á dómarana og sprettur í áttina að hinum enda vallarins. Það endar með tæknivillu á kónginn og aðra á aðstoðarþjálfara Miami. Pacers setja niður bæði tæknivítin, fá boltann aftur og skora. Kviss bamm búmm og leikurinn búinn.

Tilvitnun dagsins: Eric Spoelstra leit á björtu hliðarnar þrátt fyrir tapið.

„Game 7s will be the ones you remember 20 years from now.“

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt.

More in NBA