Connect with us

Hi, what are you looking for?

NBA

Lakers hafa tapað tólf leikjum í röð

Kobe Bryant

Lakers halda áfram að gera upp á bak en þeir töpuðu núna sínum tólfta leik í röð og það á mótiPortland liði sem enginn spáði neinu í vetur.

Dwight Howard tók sig aldeilis saman í andlitinu á vítalínunni í nótt. Eftir að hafa skotið 3 af 14 í gær þá kveikti hann í netinu (á hans mælikvarða) og setti niður 15 af 19 vítum sínum (79%). Hann er samt bara að skjóta 55% frá vítalínunni í vetur sem er örlítið undir 59% nýtingu hans á ferlinum.

Kobe Bryant sýndi gamla takta og setti 30 stig en hefði betur leyft Steve Nash að höndla boltann meira því hann smjörputtaði honum burtu 7 sinnum.

Talandi um Steve Nash, kappinn spilaði í 16 mínútur og skilaði 2 stigum og 4 stoðsendingum áður en hann fór meiddur af velli í þriðja leikhluta. Meðaltalið hans í fyrstu tveimur leikjunum? 4,5 stig og 4,0 stoðsendingar. Maður spyr sig, hver er tilgangurinn í að fá Steve Nash til liðsins ef þú lætur hann svo bara standa til hliðar á meðan Kobe einspilar? Það er eins og að kaupa Ferrari og geyma bara í bílskúrnum á meðan þú reykspólar um bílastæðið á Ford Fiesta.

Ég held að það sé kominn tími á aðra svona herferð.

Free Steve Nash

Ef áfram heldur sem horfir þá er óhætt að segja að það sé aðeins farið að hitna undir Mike Brown, þjálfara Lakers. Lausnin okkar? Reka Brown og ráða Mike D’Antoni sem þjálfara. Fylgjast svo með 21 aldar Showtime tröllríða deildarkeppninni og fleima svo út í undanúrslitum vestursins.

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Og yfir í allt annað

NBA

Að eigin sögn að minnsta kosti.

NBA

HBO tilkynnti fyrr á árinu um nýja þáttaröð sem á að fjalla um upphaf Showtime tímabils Lakers á níunda áratugnum. Nú er komin út...

NBA

Miami Heat hélt sér inn í úrslitum NBA deildarinnar með 111-108 sigri á Los Angeles Lakers í fimmta leik liðanna í nótt. Menn leiksins...

NBA

Goðsögnin Michael Jordan hélt hjartnæma ræðu á minningarathöfn um Kobe og Gianna Bryant.