Connect with us

Hi, what are you looking for?

NBA

Celtics hata Heat ennþá

heat-celtics

Leikmenn Celtics hata Heat af öllu hjarta. Þið getið því rétt ýmindað ykkur hvernig það var þá að þurfa að horfa á þá taka við meistarahringjunum, sjá fyrrum félaga ykkar setja 19 stig í grillið á ykkur og svo tapa.

Fyrir leikinn þá fengu leikmenn Heat afhenta meistarahringa sína fyrir titilsigurinn í vor. Eins og flestir vita þá lofaði Dan Gilbert, eigandi Cavs, því eftir að LeBron stakk af frá Cleveland að liðið hans myndi vinna titil áður en hinn „sjálf-titlaði kóngur gerði það“. Í dag er kominn annar tónn í kallinn.

„Looking back now, that probably was not the most brilliant thing I’ve ever done in my life,“ Gilbert said Tuesday

Takk fyrir það Kapteinn Augljós.

Ray Allen sýndi mikinn klassa þegar hann lét ekki meintar illdeilur sínar við fyrrum félaga sína í Celtics stoppa sig í að taka í höndina á þeim og knúsa. Tóku þeir allir vel í það fyrir utan þið-vitið-hvern.

Talandi um Garnett þá sýndi hann ekki mikinn pólitískan rétttrúnað þegar hann fagnaði einni körfu Jason Terry í leiknum (via Ruslið). Getið þið ýmindað ykkur skítstorminn sem hefði af hlotist ef Darko hefði látið þetta út úr sér? Reyndar getum við það.

Það hitnaði svo aðeins á milli Rajon Rondo og Dwyane Wade í blálokin á leiknum þegar Rondo tók eina pirringsvillu á Wade. Sá síðarnefndi var allt annað en sáttur og gaf í skyn að hann næði sér niður á honum næst þegar þeir mætast.

„I got my kids watching so I stopped myself but it was a punk play by him,“ said Wade, who had a team-best 29 points in the win. „He clotheslined me.“

„I’m here to play basketball, man,“ Wade said. „If you want to do something else, then go do something else. Boxing, this is not it. I was glad I was able to stop myself in that very moment and move on from it. We’ll see next time we play.“

Click to comment

Leave a Reply

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

Og yfir í allt annað

NBA

Miami Heat hélt sér inn í úrslitum NBA deildarinnar með 111-108 sigri á Los Angeles Lakers í fimmta leik liðanna í nótt. Menn leiksins...

NBA

Rúmar 30 mínútur af Nowitzki að grilla Miami í úrslitunum 2011

NBA

Kannski, kannski ekki, kannski máttu troða því.

NBA

Svarið við spurningunni um hvor átti upptökin á fyrstu slagsmálum tímabilsins er komið