Connect with us

NBA

Amar’e Stoudemire tapaði fyrir Heat og slökkvitæki

Amar’e tapaði ekki bara leiknum við Miami Heat um daginn heldur tapaði hann einnig slagsmálum við slökkvitæki eftir leikinn.

amare-stoudemire-hand

Amar’e tapaði ekki bara leiknum við Miami Heat um daginn heldur tapaði hann einnig slagsmálum við slökkvitæki eftir leikinn.

Einhvað var hann pirraður á að Knicks hefði jafnað met Grizzlies yfir flesta tapaða leiki í úrslitakeppni í röð (12 and counting) og kýldi í gegnum glerskáp sem innihélt slökkvitækið með þeim afleiðingum að hann hlaut djúpan skurð. Hringja þurfti á sjúkrabíl og samkvæmt vitnum þá leit búningsklefinn út eins og að morð hefði verið framið þar inni með blóðslettum út um allt. Samkvæmt fréttum dagsins þá var höndin afar illa farin og lítur allt út fyrir að hann spili ekki meira með í vetur.

Listræna framsetningu á atvikinu má sjá fyrir neðan.

amare gif

More in NBA