Að skrína horið út úr einhverjum er það þegar sóknarmaður setur upp svo hörkulega hindrun að varnarmaðurinn sem lendir á henni finni fyrir braki í hverjum einasta hryggjarlið og horið spýtast út úr nefinu á sér áður en hann hrynur í gólfið líkt og að hann hafi hlaupið á vegg.
Einnig má nota þetta orðtiltæki í digurbarklegum yfirlýsingum fyrir leiki til að vekja ótta meðal væntanlegra mótherja líkt og sjá má í þessari frétt á visir.is.
„Friðrik Erlendur Stefánsson, fyrrum leikmaður KFÍ, Njarðvíkur og íslenska landsliðsins, hefur gefið það út að hann muni leika með liði Njarðvíkur í leiknum og að hann muni „skrína horið út úr ákveðnum leikmönnum Bolvíkinga“ eins og hann orðaði það svo smekklega“.
