Connect with us

Orð dagsins

Orð dagsins: Að skrína horið úr einhverjum

Að skrína horið út úr einhverjum er það þegar sóknarmaður setur upp svo hörkulega hindrun að varnarmaðurinn sem lendir á henni finni fyrir braki í hverjum einasta hryggjarlið og horið spýtast út úr nefinu á sér áður en hann hrynur í gólfið líkt og að hann hafi hlaupið á vegg.

shaq-screen

Að skrína horið út úr einhverjum er það þegar sóknarmaður setur upp svo hörkulega hindrun að varnarmaðurinn sem lendir á henni finni fyrir braki í hverjum einasta hryggjarlið og horið spýtast út úr nefinu á sér áður en hann hrynur í gólfið líkt og að hann hafi hlaupið á vegg.

Einnig má nota þetta orðtiltæki í digurbarklegum yfirlýsingum fyrir leiki til að vekja ótta meðal væntanlegra mótherja líkt og sjá má í þessari frétt á visir.is.

„Friðrik Erlendur Stefánsson, fyrrum leikmaður KFÍ, Njarðvíkur og íslenska landsliðsins, hefur gefið það út að hann muni leika með liði Njarðvíkur í leiknum og að hann muni „skrína horið út úr ákveðnum leikmönnum Bolvíkinga“ eins og hann orðaði það svo smekklega“.

More in Orð dagsins

 • Orð dagsins: Flopp

  Flopp (en: flop) 1. sagnorð, -a. Það að láta sig detta í gólfið eftir litla sem enga snertingu...

 • Orð dagsins: Tuddi

  Tuddi (en: thug) 1. sagnorð, -ast. Það að framkvæma óþarflega harða villu eða villur; bæði þær sem dómararnir...

 • Orð Dagsins: Plakataður (Posterized)

  Plakataður – Enska: Posterized lýsingarorð.  Þegar troðsla yfir leikmann er svo svakaleg að myndin af henni réttlætir...

 • Orð dagsins: Að tapa vel

  Að tapa vel  orðtiltæki. Tap sem gefur samt von um bjartsýnni á áframhaldið, t.d. þegar...