Keflvíkingar liggja nú undir feld og íhuga hvort þeir eigi að kæra tvö fólskuleg olnbogaskot Fannars Helgasonar í andlit Vals Orra Valssonar.
Körfuknattleiksdeild Stjörnurnar sendi frá sér yfirlýsingu þar sem atvikið var harmað og hefur Fannar verið tímabundinn sviptur fyrirliðabandi sínu vegna þess.
Óhætt er að segja að Valur var heppinn að hljóta ekki alvarlegan skaða af og var það ekki Fannari að þakka. Ofbeldi innan vallar á aldrei rétt á sér og Keflvíkingar eiga ekki að hugsa sig tvisvar um og kæra atvikið.
Tímabundin svipting á fyrirliðabandinu er engan veginn refsing sem hæfir glæpnum.
https://www.youtube.com/watch?v=cuyY3Q1UHVc
Tengt efni
- Sport.is – Teitur Örlygsson: „Hörmum þetta atvik og á því hefur verið tekið innan Stjörnunnar“
- Ásetningur eða óviljaverk?
