Connect with us

Hi, what are you looking for?

Ísland

Topp 10 afsakanir til að sleppa við bumbubolta

Allir sem hafa einhvern tímann verið í forsvari fyrir bumbuboltahópinn sinn vita að helmingurinn af hausverknum við slíkar æfingar er að fá menn til þess að mæta.

Sviðsett mynd: Allir vita að mætingin í bumbubolta er aldrei svona góð.

Allir sem hafa einhvern tímann verið í forsvari fyrir bumbuboltahópinn sinn vita að helmingurinn af hausverknum við slíkar æfingar er að fá menn til þess að mæta. Hér er topp 10 afsakanirnar sem þú átt eftir að heyra næst þegar þú reynir að smalar í boltann.

Ég er ekki á bíl: Yfirleitt þegar þessi afsökun er notuð, býðst honum far. Svo kemur „já en … “ og þá má velja aðra afsökun af þessum lista.

Ég er veikur: Eins gott að þú sért við dauðans dyr til að nota þessa afsökun.

Ég þarf að taka til heima: Það er greinilegt hver ræður á þínu heimili. Endilega taktu til heima en sendu makann í boltann. Hann er greinilega meiri nagli en þú.

Ég er hættur: Herra dramadrottning. Dr. Phil hringdi, hann vill endilega fá þig í þáttinn hjá sér til að fjalla um hvernig er að vera vælukjói í mannslíkama.

Ég kann ekki körfubolta: Það er ekki eins og það var verið að biðja þig um að spila í Úrvalsdeildinni. Ef þú veist hvernig körfubolti lítur út, þá ertu gjaldgengur.

Ég var að hlaupa maraþon/100 metra spretthlaup/út í búð: Þá ættiru ekki að eiga erfitt með að hlaupa nokkra metra í viðbót. Nema þú sért hræddur um að sá „stórbeinótti“ hlaupi hringi í kringum þig.

Ég var að lyfta og er helaumur eftir: Þú montar þig að geta lyft 100kg í bekkpressu en aumkar þér yfir því að lyfta 500gramma gúmmítuðru. Vá .. Schwarzenegger er svo stoltur af þér.

Ég þarf að vinna: Má vera að þetta sé löggild afsökun, en alvöru bumbuboltamenn finna sér frekar afsökun til að sleppa við vinnu til að mæta á bumbubolta.

Ég var að spila í gær: Góðar líkur eru á að við hinir hafi einmitt verið líka að spila í gær, en ekki erum við að væla eins og aumingjar.

Jú ég kemst, ég bara nenni ekki: Til hamingju. Þú sást sóma þinn í því að sleppa því að henda bulli í andlitið á liðsfélögunum þínum og sagðir sannleikann. En þú færð samt bágt í kladdann fyrir að nenna ekki.

Um höfundinn: Jakob Einar olnbogaði sér leið í gegnum 2. deildina í byrjun aldarinnar þangað til hann lagði skóna á hilluna árið 2005 og hefur allar götur síðan verið að koma sér hjá því að mæta í bumbuboltann.

Og yfir í allt annað

NBA

Sumir halda sér betur við en aðrir.

NBA

NBA.com tók saman topp 10 tilþrifin hjá Hvíta Súkkulaðinu í dag.

Ísland

Margir bumbuboltaspilarar lifa í þeirri blekkingu að þeir gætu verið að spila í úrvalsdeildinni akkúrat núna ef þeir bara nenntu að koma sér í...