Connect with us

Ísland

Topp 20 afsakanirnar fyrir að sökka í bumbubolta

Margir bumbuboltaspilarar lifa í þeirri blekkingu að þeir gætu verið að spila í úrvalsdeildinni akkúrat núna ef þeir bara nenntu að koma sér í form. En hvernig útskýra þeir það þá að hitta reglulega bara úr 2 af 20 skotum sínum?

Bumbubolti. Myndin tengist efni greinarinnar ekki beint. – Mynd: Ingvi Stígsson

Margir bumbuboltaspilarar lifa í þeirri blekkingu að þeir gætu verið að spila í úrvalsdeildinni akkúrat núna ef þeir bara nenntu að koma sér í form. En þegar maður hittir reglulega úr 2 af 20 skotum sínum þá hjálpar til að hafa vel valda afsökun til þess að halda þessari blekkingu gangandi og samt útskýra hvers vegna maður drullar reglulega upp á bak á vellinum. Hér eru top 20 afsakanirnar sem þú átt eftir að heyra í bumbubolta.

1. Það var brotið á mér: Í hverri sókn??

2. Hitt liðið svindlaði: Stigatalningin í bumbubolta er alltaf dáldið vafasöm, þannig að það eru ágætis líkur á að þitt lið hafi tapaði 1-2 stigum á því. En það skýrir samt ekki af hverju þú hittir úr 0 af 11 skotum þínum.

3. Ég hef ekki spilað í dáldin tíma: Þetta er ekki úrslitakeppnin. Hitaðu upp með því að skjóta í 10 mínútur og þá ertu alveg jafn undirbúinn undir leikinn eins og allir aðrir.

4. Ég er nýbúinn að borða: Hélstu virkilega að það að svolgra niður tveimur ostborgurum og frönskum fyrir leikinn myndi hjálpa þér?

5. Þetta voru skórnir: Það er alltaf einhver gaur sem spilar í hlaupaskóm eða skóm sem hafa ekkert grip lengur. Ef þú átt ekki körfuboltaskó eða getur ekki munað eftir því að taka þá með þá eru ágætis möguleikar að þú sökkir í körfubolta hvort eð. 

6. Boltinn var lélegur: Hann var loftlaus. Hann var með of mikið loft. Hann var of sleipur. Hann virkar skringilega. Hann var fullur af skinn-étandi möðkum. Þú gætir haft rétt fyrir þér, en þú veist að við vorum allir að spila með sama boltann.

7. Salurinn var lélegur: Já…lýsingin var slæm, gólfið var lélegt, hringirnir hristust of mikið og það var loftlaust þarna inni. En….við vorum allir að spila í sama salnum.

8. Ég er með þrálát meiðsli: Aum hné, veikt bak og sárir öklar eru algeng einkenni hæfileikaleysis.

9. Ég meiddi mig áðan: Merkilegt að stuttu eftir að hafa verið skólaðir þá byrja sumir að haltra eða nudda mjóbakið á sér. Enn merkilegra er að þeir hætta að haltra um leið og þeir hitta úr skoti.

10. Samherjar mínir sökkuðu: Þeir geta ekki skotið, þeir geta ekki sent boltann, eða þeir gátu ekki sent hann á þig þar sem þú ert öflugastur með hann…hvar svo sem það er. Bla, bla, bla. Fyrirgefðu en horfðu í kringum þig. Við höfum allir drullulélega samherja.

11. Ég er of stuttur: Eh, en enginn í salnum er yfir 190 cm þannig að ég held að það að vera 180 cm sé ekki beint að aftra þér.

12. Ég er of gamall: En samt ertu nógu sprækur til þess að keyra olnbogann á þér í bakið á mér og hnéið á þér í lærið á mér viku eftir viku eftir viku…

13. Ég er ekki í formi: Ok, við vitum að þú ert feitur, en Charles Barkley var það líka. Útskýrðu núna af hverju þú skeist upp á bakið í körfu.

14. Ég get ekkert í körfu: Hjálpar alltaf að lækka væntingarnar frá byrjun.

15. Ég skokkaði 5 km fyrr í dag: Með alla þessa eld-gömlu, úr-formi og meiddu gaura sem eru að spila við þig þá held ég að hlaupaþreyta þín skipti ekki það miklu máli.

16. Ég spilaði körfu í ábyggilega 4 klst í gærkvöldi: Þetta á að vera afsökun fyrir því að viðkomandi er of þreyttur til að spila vel í kvöld. En ætti þessi aukaæfing ekki að gera hann betri?

17. Ég var að lyfta: Jájá, gott hjá þér. En ég hef lyft sjálfur, teygðu bara í nokkrar mínútur og hættu þessu væli.

18. Ég er fullur / þunnur: Ef þú ert of ölvaður til að spila bumbubolta þá áttu kannski frekar heima í 12 skrefa prógrami en á körfuboltavellinum.

19. Ég var ekki í stuði í kvöld: Ekki frekar en síðustu sjö ár.

20. Ég bara finn ekki skotið mitt: Prufaðu að leita í ruslinu.

Byggt á eigin reynslu auk þess að vera stælt, stolið og þýtt af Basketbawful.com

More in Ísland