Connect with us

Hi, what are you looking for?

"Oh god, make it stop!"

NBA

Bölvun Ewings: Partur III

Þá er komið að þriðja og vonandi síðasta hluta greinaraðarinnar um bölvun Ewings.

"Oh god, make it stop!"

„Oh god, make it stop!“

Óhætt er að segja að allt 2007-2008 tímabilið var eins og lestarslys…sem varð fyrir kjarnorkuárás. Í september 2007 hófust einstæð réttarhöld yfir Isiah Thomas en hann hafði verið kærður fyrir kynferðislega áreitni á vinnustað og var alls konar sori dreginn þar upp sem varpaði ljósi á hvurslags vitleysingarhæli Knicks var orðið. Isiah og Stephon Marbury rifust svo eins og hundur og köttur eftir að sá síðastnefndi taldi sig hafa komist að því að Isiah ætlaði að taka hann úr byrjunarliðinu (sem hann ætlaði), sem endaði með því að Starbury lét ekki sjá sig í næsta leik liðsins. Isiah ákvað svo að „refsa“ honum með því að halda honum í byrjunarliðinu þegar hann mætti aftur, sem fór vægast sagt ekki vel ofan í restina af liðinu enda allir komnir með upp í kok af þeim báðum. Liðið byrjaði tímabilið 1-9, fengu eina verstu rasskellingu í sögu félagsins þegar liðið tapaði fyrir Boston 104-59 og enduðu svo tímabilið með 23 sigra og 59 töp, sem jafnaði versta árangur þeirra síðan skotklukkan var tekin upp.

starbury

Undir lok tímabilsins var óánægjan með skrípaleikinn orðinn svo sterk að kjaftasagan segir að David Stern sjálfur hafi hótað James Dolan, eiganda Knicks, öllu illu ef hann ræki ekki Isiah og hætti sjálfur að skipta sér af liðinu, enda talið að geðveikin í kringum liðið hefði afar slæm áhrif á deildina í heild. Hvað svo sem er satt í því þá var Donnie Walsh ráðinn sem næsti framkvæmdarstjóri liðsins en Isiah fékk að halda áfram sem þjálfari…út tímabilið, en honum var snögglega dömpað eftir það.

Walsh tók strax til hendinni við að hreynsa upp allan skaðan sem Dolan, Layden og Isiah höfðu valdið og í lok 2009-10 tímabilsins hafði honum tekist að losna við allt ruslið sem var á launaskrá hjá sér fyrir utan Eddy Curry (sem var þó orðinn grannur!). Og það var ekkert leyndarmál að aðaláætlun Walsh og Mike ‘Antoni (hann fær D-ið sitt aftur þegar liðið byrjar að spila vörn!) var að komast nógu langt undir launaþakið til þess að semja við LeBron, Dwayne Wade eða Chris Bosh. Eða alla þrjá. Það var stefna, það var áætlunin, það var syndaraflausnin.

En ef Walsh átti að vera bjargvættur Knicks frá bölvuninni þá sturtaði hann þeim möguleika líklegast í klósettið eins og óæskilegu gæludýri strax árið 2008. Því þegar Isiah var loksins rekinn og leitin að nýjum þjálfara tók við þá lýsti Patrick Ewing, sem hafði verið aðstoðarþjálfari hjá Washington, Houston og Orlando síðan 2003, því yfir að hann hefði áhuga á starfinu. Fékk hann svo mikið sem kurteysissímtal frá liðinu sem hann spilaði með í 15 ár. Nei. Þeir eltust við nánast alla nema hann og réðu að lokum Mike No-D’Antoni sem stuttu áður hafði stungið af frá Phoenix. Skildi sá stóri hafa orðið sár og móðgaður?

Og já, ég gleymdi næstum, Walsh var líka maðurinn sem köttaði þennan úr liðinu þetta sama ár.*

Þannig að í staðinn fyrir að bæta fyrir gamlar syndir þá ákvað Walsh að pissa framan í örlagadísirnar. Það eina sem vantaði var að hann kveikti í treyjunni hans Ewings sem hengur í MSG.

Útkoman?

  1. LeBron, Wade og Bosh fóru allir þrír til gömlu erkifjendanna í Miami Heat.
  2. Knicks ákvað að kasta öðrum 100 milljónum dollara í leikmann sem spilar ekki vörn auk þess að hafa 80 ára gömul hné.
  3. Þeir köstuðu 9 milljónum í miðherja sem ekki talar ensku.
  4. Eddy Curry er enn feitur.

Já, Amar’e Stoudamire hefur tekið við keflinu sem nýjasti bjargvættur þessa heillum horfna stórveldis. Spurning hvort hnéin á honum geta staðist bölvunina. Ef ekki þá getið þið lesið allt um það í parti IV um bölvun Ewings hér á Fúsíjama TV eftir 5 ár.

Partur I Partur II – Partur III

Og yfir í allt annað

NBA

Hann vann aldrei titil en þýðir það að hann hafi verið lélegur eða ofmetinn?

NBA

Klassísk viðureign frá því þegar Knicks og Magic  mættust í febrúar 1994. Shaq hlóð í 22 stig, 13 fráköst og 5 varin skot á...

NBA

Átta árum áður en Latrell Sprewell reyndi að kyrkja P.J. Carlesimo þá reyndi Thomas það sama við aðstoðarþjálfara sinn.