Eftir 9 ára martröð af horlélegum framkvæmdarstjórum, ömurlegum samningum og of feitum leikmönnum (já Jerome James, ég er að tala um þig!) þá hefur Knicks ákveðið að fleygja 100 milljónum dollara í leikmann sem hvorki frákastar né spilar vörn auk þess að hafa 80 ára gömul hné. Hljómar kunnulega? Já, bölvun Ewings ætlar engan endi að taka því Amar’e Carsares Stoudemire er á leiðinni til New York.
Það verður ekki tekið af Stoudemire að hann hefur verið sóknartryllidýr undanfarin ár sem hefur ítrekað youtube-að andstæðingana sína, en það var þegar hann hafði besta leikstjórnandann í deildinni til að senda á sig. Núna hefur hann Raymond Felton, miðlungs leikmaður frá miðlungsliði sem meira að segja mamma Amar’e gæti ekki ruglað saman við Nash þótt hún væri sótölvuð.
Hvers vegna Knicks ákvaðu að taka hann fram yfir David Lee, sem er yngri, hefði kostað minna, frákastað meira og skorað svipað mun ég aldrei skilja en mig grunar að þeir muni það ekki heldur eftir 3 ár þegar bæði endurgerðu hnéin á Amar’e hafa gefið sig og einhver hefur endanlega potað úr honum augað. Þá mun ég syngja.
